laugardagur, febrúar 17, 2007

Hölt Hora Love me like you elskar mig (2005) CD

Hölt Hora , or Limping Hooker, are a Great band from Isafjördur, in the West Fjords of Iceland.
I got their debut album for free from the drummer Valgeir, at the bar in the Basement of the National Theatre. Their Singer Atli is one of the best performers on stage.
They performed twice live at the Iceland Airwaves 2005 (Hafnarhusid Museum Venue) and 2006 (Gaukurinn) Festival.

Check their MySpace:
http://www.myspace.com/holthora

Review of hte Album in Morgunbladid by Grétar M. Hreggviðsson

Hljómsveitin Hölt hóra sendi nýverið frá sér plötuna Love me like you elskar mig . Hljómsveitina skipa þeir Atli Fannar (söngur), Eyþór (gítar), Magnús (gítar), Sigurbjörn (bassi) og Valgeir (trommur). Lög og textar eru eftir hljómsveitarmeðlimi, um upptökustjórn og hljóðblöndun sá Magnús Arni Øder ásamt Haltri hóru. Upptökur fóru fram í Stúdíó Nema, Stúdíó Dodgy og í Bláfjöllum. Hljómsveitin gefur út, dreifing 12 tónar.
TALSVERT hefur farið fyrir hljómsveitinni Haltri hóru síðustu misserin, en hér er um að ræða afar kraftmikla rokksveit eins og hið krassandi nafn sveitarinnar gefur til kynna. Hún vakti verðskuldaða athygli í fyrra með tveimur lögum, pönkuðu gítarrokki svolítið í anda Dead Kennedies, og hlutu lögin talsverða spilun þrátt fyrir að koma aldrei út á plasti. Á skífunni sem hér um ræðir er svipað uppi á teningunum, en þó vekur athygli hve hljómsveitinni hefur vaxið ásmegin í lagasmíðum á þessum stutta tíma. Engu að síður er hráleikinn sá sami og krafturinn jafnvel enn meiri en áður. Hljóðfæraleikur er með ágætum, ekkert verið að gera meira en þarf, sem er vel; bara talið í og rokkað duglega. Samspil gítaranna er á köflum mjög smekklegt, bassaleikur einfaldur en býsna þéttur og groddalegur, en þó mjúkur söngur Atla sérlega góður, en hér er á ferðinni harla góður rokksöngvari. Þá er ótalinn þáttur upptökustjórans sem er ekki lítill, en hljóðblöndun plötunnar er fyrirtaksgóð, en hljómurinn er hæfilega hrár og hæfir tónlistinni fullkomlega.
Platan hefst á hinu gríðaröfluga "Party through the night" sem er sannarlega með því betra sem heyrst hefur lengi. Titillagið, sem á eftir kemur, nær ekki alveg að halda uppi trukkinu en þokkalegasta lag engu að síður. Hið dimma "Act of passion" er frekar óaðgengilegt í fyrstu en vinnur á við hverja hlustun. "Crasy happiness/happy craziness" og "The devil's dilemma" eru kraftmikil og vel útfærð, þó sérstaklega það síðarnefnda sem tónlistarlega séð verður að teljast besta lag plötunnar, samvinna gítaranna er hér einkar skemmtileg og nýtur sín vel í framúrskarandi hljóðblöndun. Lagið sýnir berlega að hljómsveitin virðist geta hrist af sér tveggja kafla krísuna. Botninn er sleginn með hinum dansvæna gleðipoppslagara "The king of the dancefloor", afbragðsgóðu lagi með töluverðum "sítt að aftan"-keimi.

Platan "Love me like you elskar mig" inniheldur hrátt og ómengað rokk eins og það gerist best. Fyrir þá sem gera þá kröfu til tónlistarmanna að nánast hver tónn sé ný nálgun á tónstiganum, er þetta kannski ekki rétta platan. Fyrir okkur hina, sem höfum gaman af góðu rokki eins og það kemur fyrir af skepnunni, er þessi plata hin áheyrilegasta.

HÖLT HÓRA LOVE ME LIKE YOU ELSKAR MIG
Review by Bart Cameron of Grapevine Issue 9 (July 2005)

www.grapevine.is

The snare drum on this album is amazing. Crisp and full, every beat is remarkable. Guitars are in tune, and in good time. The disk also has a 21:18 playing time. Beyond that, the lyrics are chanty “I wanna bum like the others/ bum like they do/ be like the others/ be like you,” and delivered with Ska-style confidence, but it’s just hard to get drunk enough, or dumb enough, to tolerate the overall package. Still, there is that snare drum. It’s a damned good snare.

Engin ummæli: