
Life performance of Retro Stefson for RAS 1
Dagur íslenskrar tónlistar á RÚV
Dagur íslenskrar tónlistar er á föstudaginn 9. nóvember. Af því tilefni ætla Rás 1 og Rás 2 að halda upp á daginn með því að senda beint út frá Organ við Hafnarstræti frá kl. 13.00 til 18.00.
Von er á góðum gestum; Bubbi Morthens, Mugison og Hjálmar ætla að spila í beinni útsendingu í Popplandi á Rás 2 og Hlaupanótan og Víðsjá senda út frá Organ eftir síðdegisfréttir klukkan 16.
Ungliðasveitin Retro Stefson spilar á staðnum og meðal gesta sem mæta í spjall má nefna Jakob Frímann Magnússon, Margréti Bóasdóttur og handhafa Bjarkarlaufsins sem verða veitt í fyrsta sinn á degi íslenskrar tónlistar á morgun.
Jafnframt segir Árni Heimir Ingólfsson frá yfirstandandi ferðalagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Þýskaland og tónlistarperlur úr safni Ríkisútvarpsins hljóma en útsending stendur fram að kvöldfréttum kl. 18.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli