laugardagur, september 13, 2008

Me, Myself and I in Fréttablaðið 13. September - Interviewed by Dr. Gunni

Here's the article by Dr. Gunni about my blog and me in Fréttablaðið (English: The Newspaper). It was published today in the Icelandic newspaper with the largest circulation. Fréttablaðið is in Icelandic and distributed to homes across the country daily, free of charge. It is published by the media group 365 prentmiðlar. Með SYKURMOLA Wim Van Hooste lét smella af sér mynd með Einari Erni eftir tónleika Ghostigital í Belgíu

Belgískur læknir er sérfræðingur um íslenska tónlist - Wim Van Hooste: Var kallaður víkingurinn í skóla
Belgian MD is specialist in Icelandic Music - Wim Van Hooste: Was called The Viking @ School

Doktor Wim Van Hooste frá Belgíu er haldinn miklum áhuga á íslenskri popptónlist. Hann heldur úti tónlistarsíðunni icelandicmusic.blogspot.com, sem er líklega líflegasta tónlistarsíðan um íslenska tónlist í heiminum. Wim setur inn margar greinar á dag og er mjög með á nótunum þótt hann sé í fullu starfi sem læknir í Belgíu.
„Ég fékk Íslandsbakteríuna þegar ég heyrði „Birthday" með Sykurmolunum í belgíska útvarpinu 1987. Þá var ég 14 ára," segir Wim. Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði var Wim orðinn forfallinn Íslandsaðdáandi. „Ég átti sjö Bjarkar-boli, einn fyrir hvern dag vikunnar," viðurkennir Wim. „Krakkarnir í skólanum kölluðu mig aldrei annað en „Íslendinginn" eða „Víkinginn"."
Wim kom fyrst til fyrirheitna landsins árið 1996.
„Ég var skiptinemi á Landspítalanum en hápunktur ferðarinnar voru tónleikar á Rósenberg. Þar sat ég meðal annars við hliðina á Ellý í Q4U sem var í netasokkabuxum – ógleymanlegt! Eftir að ég útskrifaðist vann ég einn vetur á spítalanum á Akureyri. Á Akureyri var lítið að gerast svo ég fór einu sinni í mánuði til að sjá tónleika í Reykjavík."
Eftir Akureyrarveturinn sneri Wim til Belgíu í framhaldsnám en hefur komið að minnsta kosti einu sinni á ári til Íslands síðan. „Ég kom alltaf á afmælinu mínu í maí, en frá og með árinu 2006 hef ég komið á Iceland Airwaves. Ég setti ljósmyndir frá Airwaves 2006 á síðu sem ég kallaði „I love Icelandic music". Síðan óx og óx og ég hef nú sett þar inn um 1500 færslur um íslenska tónlist."
Síða Wim er vel sótt og hann segir að netið hafi hjálpað fólki með sömu áhugamál að leiða saman hesta sína. „Netið hjálpar mér líka við að fylgjast með Íslandi. Ég kann hrafl í málinu og get lesið flesta íslenska miðla."
Wim segir íslensku tónlistarsenuna vera í miklum blóma um þessar mundir.
„Það er þó synd hvað mörg efnileg íslensk bönd hætta snemma, kannski án þess að hafa gefið út plötu eða strax eftir fyrstu plötuna. Þetta á t.d. við um Nilfisk og Jakobínurínu. Þá hlaupa menn bara til og stofna ný bönd og byrja á öllu upp á nýtt. En kannski er þetta bara leyndarmálið á bakvið íslenska tónlist!?"
Dr. Gunni
Teikning Wim af DÍSA Wim teiknar oft íslenskt tónlistarfólk og birtir á blogginu sínu. Svona sér hann Dísu Jakobs
Source:
Fréttablaðið
13. September 2008
www.visir.is/article/20080913/LIFID01/110404485

2 ummæli:

Thorvaldur sagði...

Hello!
Once upon a time I was a busdriver and drove dutch tourists for Askja Reizen. Then I had a Belgian vice tourleader who was studying to become a doctor. Is it possible that you and this medicine student are one and the same?

Wim Van Hooste sagði...

Hi Thorvaldur,
Once upon a time I was crazy enough to guide some Dutchmen around Iceland.
I remember you as the driver who was an expert in history and berries, but also arranged a little sightseeing tour in Akureyri (FSA Hospital and my residence in Spitalavegur), where I used to live one year before. On the final day of the 2 week "Adventures in Iceland Askja Tour" we experienced 2 flat tires @ Thingvellir, and just made it back to the capital.
Thanks for your response.
So you see I'm still crazy about Iceland after all those years,
Take care og kannski vid sjaumst a Islandi, Bless,
Wim