laugardagur, október 13, 2007

Love is Disco – Life is Punk

Love is Disco – Life is Punk
Ástin er diskó – lífið er pönk
A musical by Hallgrímur Helgason (author of 101 Reykjavik)
Director: Gunnar Helgason (brother of Hallgrímur)
Musical conductor: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
The era circa 1980 was one of conflict in the cultural history of Iceland – the time when disco peaked and punk emerged. People were pigeonholed according to their musical tastes and style of clothing, and there were two camps: punk and disco. Yet beneath the surface were discernible social conflicts that stemmed from matters more complex than just safety pins and shoulder pads.
Rósa Björk, daughter of a wholesale merchant who lives on Seltjarnarnes, is elected Miss Hollywood Disco. During its first outing in the prize car from the Hekla car dealership, the disco gang meets up with Nonni Rock and his band Neysluboltarnir, the most severe punkers in the land. Nonni and Rósa appear to have little in common at first, yet some strange attraction draws them to each other.
A mish-mash of things is thrown into the fray here: mirrored disco balls and Mohawk haircuts, middle-of-the-road pop music and hardcore punk. Some of Iceland’s most popular musicians will contribute to the score for this production, which is mainly made up of Icelandic smash hits from the 1980s. As Maggi Mercury would say: “Lose the attitude and have a blast!
Icelandic version
Tímabilið í kringum 1980 var átakatími í íslenskri menningarsögu - þá reis diskóið hæst og pönkið kom fram. Þú og ég og Brunaliðið sungu sína helstu smelli um leið og Fræbbblarnir og Utangarðsmenn stigu fyrst á svið. Fólk var dregið í dilka eftir tónlistarsmekk og fatastíl en liðin voru tvö: Pönk og diskó. Undir yfirborðinu mátti þó greina þjóðfélagsátök þar sem tekist var á um þýðingarmeiri hluti en öryggisnælur og axlapúða.
Rósa Björk, heildsaladóttir af Seltjarnarnesi er kosin Ungfrú Hollywood og strax á fyrsta rúnti á vinningsbílnum frá Heklu, ekur diskógengið fram á Nonna rokk og Neysluboltana, svaðalegustu pönkara landsins. Nonni og Rósa virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt, en eitthvert einkennilegt aðdráttarafl dregur þau hvort að öðru.
Hér ægir öllu saman, diskókúlum og hanakömbum, vinsældapoppi og harðri pönktónlist. Einnig munu nokkrir af kunnustu dægurtónlistarmönnum samtímans semja tónlist sérstaklega fyrir sýninguna. Tónlistarstjóri sýningarinnar verður Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Eins og Maggi Mercury myndi orða það: „Engan móral, allir í stuð!

Engin ummæli: